Vatnsdrykkja getur hjálpað þér að grennas

Vatnsdrykkja getur hjálpað þér að grennast

Alma María Rögnvaldsdóttir, Hjúkrunarfræðingur
Skrifað þriðjudagur, 5. okt - 2010 Ertu að stunda líkamsrækt og hugsa um matarræðið en nærð samt ekki að losa þig við þessi aukakíló? Kannski ertu bara ekki að drekka nóg vatn. Það er heilmikið til í þessu, sjáðu til:Flest fólk drekkur ekki nægilegt magn af vatni. Og margir eru að bera með sér aukakíló sem þeir vildu gjarnar losna við.Við heyrum oft talað um efnaskipti. Það eru ýmis efnaskipti sem eiga sér stað í líkama þínum, en yfirleitt er verið að tala um efnaskipti fitu. Eitt af hlutverkum lifrarinnar er að breyta fitu í orku. Lifrin gegnir að sjálfsögðu fleiri hlutverkum en þetta er eitt af aðalhlutverkum hennar.Því miður hefur lifrin annað verkefni sem felst í því að aðstoða nýrun sem þurfa mikið vatn til að starfa. Ef nýrun fá ekki nægt vatn þarf lifrin að aðstoða nýrun sem hægir á starfsemi lifrarinnar. Þá getur lifrin ekki breytt fitunni eins hratt í orku og fitan situr lengur á okkur.Þetta er mikil einföldun í en í stórum dráttum virkar þetta svona. Mjög margir ákveða að auka vatnsdrykkju sína en halda það svo ekki út nema í stuttan tíma Það er í raun mjög skiljanlegt. Þessa fyrstu daga þegar þú ert að auka vatnsdrykkjuna og líkaminn þinn er ekki vanur því, ertu í sífellu á klósettinu. Þetta getur dregið úr manni áhugann og getur að sjálfsögðu truflað daglegt starf. Það lítur út fyrir að það, að það vatn sem þú drekkur skilar sér bara strax út aftur. En það er ekki það sem er að gerast. Það sem er að gerast, er að líkami þinn er að losa sig við vatn sem hann er búinn að vera að geyma lengi sem varabyrgðir. Það tekur tíma, en það sem er að gerast í líkamanum er frábært. Á meðan að þú heldur áfram að gefa líkama þínum allt þetta nýja vatn sem hann þarf á að halda, losar hann sig við það vatn sem hann þarf ekki á að halda. Hann losar sig við vökvann sem er búinn að sitja t.d. á ökklum þínum, mjöðmum og lærum og jafnvel á maganum. Þú ert að losa þig við miklu meira heldur en þú gerir þér grein fyrir. Líkami þinn gerir sér grein fyrir því að hann þarf ekki lengur á þessum aukaforða að halda og treystir því að vatnið haldi áfram að koma. Og ef það kemur áfram, hættir þessi "sturtun" að eiga sér stað og klósettferðunum fækkar.Þið hafið kannski heyrt það, að talið er að koffín auki fitubrennslu líkamans. Margir hafa því verið að fá sér kaffi fyrir æfingu til að brenna meira. Þetta er að einhverju leiti rétt, en koffín er vatnslosandi og gerir það að verkum að þú verður frekar fyrir vökvaskorti á æfingunni vegna kaffidrykkjunnar. Það má vera að koffínið auki hjartsláttinn sem verður til þess að þú eyðir fáeinum fleiri kaloríum, en gerir það á kostnað vöðvanna sem þurfa vatn til að starfa rétt. Vöðvar okkar eru um 70% vatn og þurfa nauðsynlega á vatni að halda til að ná sem bestri virkni. Vel vökvaðir vöðvar dragast betur saman og æfingin þín verður áhrifaríkari.

Þegar þú drekkur allt það vatn sem þú þarft á að halda, finnur þú fljótt fyrir minnkun á matarlyst, jafnvel strax á fyrsta degi. Ef þér er í mun að ætla að koma þér í betra líkamlegt form er vatnsdrykkja mjög mikilvæg.

Ef þú ert að gera allt rétt varðandi hreyfingu og matarræði en samt ekki að léttast nóg gæti verið að þetta sé það sem vantar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Það getur verið hættulegt að drekka of mikið vatn. Það var kona í Hollandi sem dó úr vatnsdrykkju, enda drakk hún ekkert smá. En ég geri ráð fyrir að þrjú glös af vatni á dag væri nægilegt, er það ekki? Plús vatnið í kaffinu/te-inu. 

Vendetta, 11.10.2010 kl. 19:48

2 Smámynd: Ingibjörg

Já kannski ekki gott að missa sig í vatninu. Jú held það 3 vatnsglos og 5 tebollar er fint

Ingibjörg, 11.10.2010 kl. 20:27

3 Smámynd: Agný

Við þurfum öll vatn það er vitað mál..en ef fólk þambar vatn sem inniheldur sodium fluoride þá getur það hreinlega drepist úr flúor eitrun! En eitt líka..við megum ekki gleyma því að mörg vitamin eru vatsnuppleysanleg og við getum verið að skola út vitamínum og steinefnum ef við drekkum of mikið af vatni..

En það er eitt sem við /fólk ruglast á en það er þorsta og hungur tilfinningin blessuð..Oft förum við ekki að fá okkur vatn fyrr en að tungan loðir við góminn og föttum þá fyrst að við erum að skrælna..svolítið seint..en málið er að þorsta og hungur tilfinning er söm/eins.. (segja sumir vísindamenn)

Þessvegna segi ég fólki sem að finnst það vera svaangt og ætlar að æða í ísskápinn, að fá sér 1 stórt vatnsglas og biða svo í 10 min og ef það sé enn "svangt" þá fá sér að borða...en ef þú finnur ekki til svengdar eftir 10 min ..þá varstu þyrst/ur!..

Agný, 13.10.2010 kl. 16:17

4 Smámynd: Vendetta

"... að fá sér 1 stórt vatnsglas og biða svo í 10 min ..."

Er í lagi að ég fái mér stórt bjórglas?

Vendetta, 13.10.2010 kl. 19:06

5 Smámynd: Ingibjörg

já sodium floride hvað er það sem inniheldur það ? já já best að fara milliveginn :) heheh.  Já bjórglas það er alveg málið sko það er vatn í því :).

Ingibjörg, 25.10.2010 kl. 15:11

6 Smámynd: Vendetta

Já, hvað ætli maður þurfi að drekka mikið kranavatn á sólarhring til að veikjast af natríumflúoríði?

Vendetta, 25.10.2010 kl. 16:18

7 identicon

    • thank you for this perfect article  i like it . i think that after this rticle my life will be more perfect

    essabati (IP-tala skráð) 6.4.2015 kl. 15:04

    8 identicon

    goooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooood

    essabati (IP-tala skráð) 10.4.2015 kl. 22:56

    Bæta við athugasemd

    Hver er summan af fimm og þrettán?
    Nota HTML-ham

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband