29.8.2007 | 14:47
stóð ekki þú skalt ekki dæma í bibliunni hommar eru guðsbörn líka
Stóð ekki þú skalt ekki dæma í bibliunni það minnir mig nú ,ég er í sjokki yfir gjörðum þessa prests í texas hvað halda prestar nú til dags að þeir séu, guð í mannslíki eða hvað. presturinn hætti við jarðarför vegna þess að maðurinn sem hann átti að jarða var hommi. Hann sagði að í bibliunni væri talað um að það væri synd .'Eg hef reyndar aldrey séð það í bibliunni og held nú frekar að jesu hafi átt við barnaníðinga frekar en homma mig minnir að einhver hafi sagt mér að það hafi staðið þú skalt ekki girnast drengi man það samt ekki orðrett ég væri til í að vita hvað var skrifað orðrétt en vááá ég held að flestir hafi syndgað einhverntimann á ævinni. stolið ,logið,drygt hór ,langað í eitthvað af því sem náungi sinn á :) logið upp á aðra og margir heiðra ekki föður sína og móður á þá að henda þeim í sjóinn í texas ætli það endi ekki með því bara
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 19:29 | Facebook
Athugasemdir
Það er rétt hjá þér, allir hafa stolið, logið, drýgt hór eða syndgað á einhvern hátt.
Guð segir í Biblíunni að enginn syndari komist til himna.
Hann segir líka að enginn lygari komist til himna.
Því himnaríki er laust við synd, þar er ekki dauði og engin kvöl, bara gleði, kærleikur og fjör.
...
Semsagt... slæmar fréttir... við komumst ekki til himna.
Eða hvað...
Sem betur fer þá sendi Guð son sinn, Jesú, í heiminn til þess að deyja fyrir okkar syndir.
Hann var syndlaus.
Hann var krossfestur og tók á sig okkar syndir. Þannig að allar lygarnar okkar, allur þjófnaður, allt það slæma sem við höfum gert fór á hann.
Hann dó, fyrir okkur!
Fór niður til Heljar fyrir okkur!
Og sigraði svo dauðann! Hann reis upp frá dauðum! Því dauðinn gat ekki haldið honum.
Það eina sem við þurfum að gera er að gefa honum syndir okkar, taka á móti því sem hann gerði fyrir okkur. Við þurfum að leyfa honum að taka syndina okkar á sig og snúa okkur svo sjálf frá syndinni.
Auðvitað var það rangt af prestinum að sleppa því að jarða einhvern af því hann var hommi, við erum öll syndarar, presturinn líka.
Hann hefði frekar átt að nota tækifærið til þess að segja öllum góðu fréttirnar um að Jesús hafi dáið fyrir syndir okkar.
Ég vona að þú takir á móti þeim góðu fréttum og snúir þér til Guðs.
Andri (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.