12.9.2007 | 19:56
zen
EIHEI DOGEN 1200-1253
Japanskur zen meistari sem kom með Soto Zen iðkun frá Kína til Japan. Án nokkurs vafa mikilvægasti zen meistari japana fyrr og síðar. Hann er einnig álitinn mikilvægasti trúarleiðtogi japana og viðurkenndur af öllum japönskum búddistum sem bodhisattva (uppljómuð vera). Af öðrum er hann álitinn mikilvægasti heimspekingur japana þar sem skrif hans lýsa djúpstæðum skilningi á innsta kjarna tilverunnar. Skrif hans opinbera hinsvegar innri upplifun lifandi sannleika zen iðkunar en eru ekki heimspekilegar vangaveltur um lífið og tilveruna.
"Gættu hófs í mat og drykk. Ekki dæma um hvað sé rétt og hvað sé rangt. Hættu að rembast og velta þér uppúr innhverfri analísu. Reyndu ekki að verða Búdda. Hvernig er hægt að takmarka Búdda við það hvort setið er eða ekki setið?Hættu að leita að spakmælum eða eltast við orðatiltæki. Taktu skrefið til baka og snúðu ljósi þínu innávið. Hugur-líkami mun detta af þér og þitt upprunalega andlit birtast."
Eihei Dogen
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.