19.9.2007 | 18:10
það sem ég var að hugsa um í dag
þegar ég var 18 ára þá keypti ég mina fyrstu ibuð tilhugsunin við að öll tækin inni í eldhúsinu yrðu ekki öll silfur var rosaleg vanliðanin yfir þvi og pirringurinn var mikill mig langaði helst ekki að flytja inn út af því.
vá ég átti ekki allt sem mig langaði í fyndið samt átti ég silfur ristavel silfurkaffivel silfurgrill silfurketil en ég átti ekki silfurískáp það olli mér rosalegri kvöl. ég hugsaði ekki um annað en föt frá því ég var 13 14 ára því lífið var ómögulegt ef ég fékk ekki allt sem ég vildi ef mig langaði í eitthvað þá gat ég ekki hætt að hugsa um það fyrr en ég fekk það þarna var ég litil óþroskuð stelpa greinilega.
í gegnum árin hef ég keypt mér hluti föt og annað ef mér leið illa ég varð alveg svakalega ánægð í 5 til 10 min en þá kom vanlíðanin aftur eitthvað vantaði innra með mér ég var að svelta að innan fannst mér en ekkert gat fullnægt mér ég drakk mikið og þá leið mér betur en eftir á varð ég enn vansælli tómarúmið varð stærra með árunum þangað til ég gat ekki verið án áfengis né vímuefna í einn dag því allt var svo tómt þarna var ég komin á það stig að það skipti ekki máli hvað ég drakk mikið því ég gat ekki losnað við vanliðanina tómleikann innra með mér sama hvað ég drakk mikið það dugði ekki lengur að deyfa það með áfengi né oðru, eitthvað vantar hvað er það hugsaði ég alltaf, ég fann alltaf að ég væri ekki á réttum stað í lífinu væri ekki að gera rétt en vissi ekki hvað var rétta leiðin eða hvar ég ætti að vera,
en einn daginn þá gat ég ekki lifað lengur, mér fannst tómarúmið orðið óbærilegt ég grét og öskraði á guð og bað hann um að leyfa mér að finna fyrir honum ég bað hann mörgum sinnum í nokkra daga af öllum krafti ég þraði bara að fá að vita hvort hann væri til eða ekki og svo um kvöldið fór ég inn í herbergi lagðist niður ákvað að hugleiða hugsa ekkert ég hafði lesið bók um hugleiðslu sem ég fann hjá föður minum og þá upplifði ég mitt innra sjálf guð rosalega var
þetta stórkosleg upplifun mig langaði ekki að fara til baka þá áttaði ég mig á því að ég er ekki bara ég þessi likami ég var svo glöð eftir þetta sá ég lífið fólkið heiminn allt öðrum augum miljonsinnum fallegri en ég hafði séð hann og fann að guð er í öllu. eftir þetta ´þá hvarf tómleikinn innra með mér en svo seinna datt ég í það aftur fór í neyslu með barnsföður mínum þá kom þessi tómleiki aftur ég geri mér grein fyrir því í dag að það var vegna þess ég ræktaði ekki samband mitt við guð ég bað ekki né hugleiddi af því ég var svo upptekin af sjálfri mér og öðru en guði svo í dag er tómleikinn í hjartanu horfinn af því ég bið til guðs og hugleiði daglega ég skrifa þetta út af því að kannski er einhver í sömu sporum og ég var og veit þá hvað hann þarf að gera ef svo er .
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.