21.10.2007 | 20:56
21 oktober
Víkkaðu vitund þína og þekktu að ég er allt sem er.Víkkaðu vitundina meir og meir,þá skynjar þú sífellt betur að það felur allt í sér að ég er innra með þér.
Finndu hvernig þú eflist,losar öll höft sem hafa haldið aftur af þér,hindrað vöxt þinn og þroska .Líkja má þessu við örlítið fræ sem plantað er í jörð.það brýst út úr hýðinu,byrjar að stækka,þroskast og birta fegurð sína.
Þannig skalt þú leyfa sjálfi þínu að vaxa og þroskast þangað til þú verður það sem þú raunverulega ert.Þá muntu sjá dásemd allrar sköpunar.Þá veistu að þú ert eitt með öllu lífi,núna og eilíflega: að aldrey aftur getur þú skilið þig fra mér,því ég er í þér og þú ert í í öllu sem ég er.
Þú munt geta gert allt og vita að ekkert er ómogulegt því ég er innra með þér,vinn í þér og gegnum þig.Þegar þú þekkir og viðurkennir að ég er innra með þér,er hvað sem er mögulegt.
Eileen caddy
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Mikill sannleikur í þessum orðum.
Guðmundur Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.