kristur í oss

Hið eina sjálf,sem í öllum býr,er innra í sjálfum þér.Vér skulum, nú reyna hitt,að horfa út á við á persónur,sem virðast aðgreindar hver frá annari og sjá í þeim hinn eina,sem er.Að þekkja hinn eina drottin í öllum einstaklingum er sama sem að lyfta þeim upp í kristsvitundina.Þetta eru þeir að gjöra,sem notið hafa andlegrar fræðslu.Hver einstakur verður að leysa sitt hlutverk af hendi þar sem hann er staddur.

Hjálpaðu sálunum til að reka burtu óttann.'Ottinn er einn af óvinum yðar.Þér leyfið þessu ósanna viðhorfi oftast á einn eða annan hátt að skyggja á útsýni yðar og gjöra hugann dapran.Losið yður við allan ótta,6)bæði vegna sjálfrar yðar og annara.Það er alls engin ástæða til að óttast neitt.Kristur í oss er æðstur Drottinn.

Minntu sjálfan þig  sífelldlega á hvað þitt sanna eðli er.Lýstu því yfir,að ljósið hreki myrkrið á flótta,og sjáðu hvernig það lögmál verkar .Ekki lengur ég,7)heldur hinn almáttugi Drottinn kristur í mér er sá,sem stjórnar.líttu á hvað þessi litli óvinur,óttinn,hefur unnið.Hann er refur,8)sem eyðileggur vínviðinn.

í nánasta umhverfi þínu,þ,e.í jarðneskum líkama þínum,hefur hræðslan óheillavænleg áhrif á blóðrásina,á meltinguna og magasýrurnar.'Eg bendi þér aðeins á þetta í því skyni,að þú getir fljótar áttað þig og risið upp í æðri tilveru.óttastu ekki.Það er enginn annar guð en 'Eg.9)

Ef mannkynið gæti losað sig við allan ótta,þá mundi kærleikur,friður og gleði renna upp yfir mannheim.Hver einstaklingur verður að koma þessu á í sínum smáheimi.Alheimurinn er raunverulega sigraður,þegar þú ert orðinn sigurvegari.Þinn eigin kristur hefur yfirunnið synd og dauða.

Stattu andspænis lífinu og öllum þess margháttuðu kringumstæðum með þá sannfæringu í huga,að guð sé í þér og með þér.það er eina leiðin til að vegsama GUÐ.Reyndu upp frá þessu augnabliki að gleyma þínum eigin litla persónuleika,ásamt öllu því,sem skuggakennt er og óverulegt og vísaðu því á bug um alla elífð.Hér vil ég taka það fram,að drottinn guð er elskan ein.

Þú getur fyllt huga þinn með ástúðlegum hugsunum og búið þannig til frjósaman jarðveg,sem hið góða getur vaxið í.Þú hefur ekkert að óttast.Þú ert í guði og guð í þér.Hreinsaðu hjartað þitt fremur heldur en fötin þín.10)Sönn fyrirgefning verður að koma að innan,en ekki utan frá.Vertu hreinn allt í gegn-ekki aðeins í því ytra,heldur einnig í því innra-heill og fullkominn.Vertu jákvæður.Gjörðu þér grein fyrir,að það ert þú,sem átt að skapa kringumstæðurnar,en átt ekki að bíða eftir ,að atburðir gjörist og hefjast síðan handa.Þú ert blindur og aumur,þar til innri augu þín -augu skilnings-hafa opnast.11)

Tími er kominn til að vakna af svefni.Notaðu þína guðlegu hæfileika ,svo allir njóti góðs af.Ekkert er utan við guð.Guð og maður eru eitt.öryggi og traust eru læknismeðöl við áhyggjum og ótta

6  1.jóh. 4.kap,,18.v.

7   gal. 2.kap,,20.v.

8   Lj.l. 2.kap,,15.v. 

9   ies.45.kap,,

10 joel 2.kap,,13.v.

11 Ef.1.kap,,18.v.;job.32.kap.,8 v.;orðskv. 20.kap.,27.v. 

úr bókinni kristur í oss 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki mitt að vera með einhvern kjaft varðandi þína trú en mér leikur samt forvitni á að vita hvernig þú nærð að samtvinna búddisma og kristindóm saman þannig að úr verðu einhverskonar trúarlegt bland í poka? 

Bjarki Þór Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 04:03

2 identicon

Kristur í oss bókin að mínu mati er með þeim bestu kristnu skrifum sem völ er á. Ég held að það sé hægt að samtvinna þetta allt því öll þess trúarbrögð er í kjarna sínum að lýsa því sama.

Guðmundur Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 14:14

3 Smámynd: Ingibjörg

já finnst þér ekki valgeir já mér líður mjög vel takk fyrir hugulsemina :)vona að allt gangi vel hjá þér .þetta er svo falleg bók. 

Ingibjörg, 3.11.2007 kl. 20:14

4 Smámynd: Ingibjörg

Nei það er alveg bannað að vera með kjaft humm samtvinna buddisma og kristindóms .budda og jesu voru til og eru til ég efast ekki um það ég bara tek því sem ég finn í hjarta mínu að er sannleikur ja og guðmundur svarar því lika þetta er allt það sama

Ingibjörg, 3.11.2007 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband