10.11.2007 | 00:15
jæja nú er megrunin byrjuð : )6 kiloss to go
Arnar Grant jánkaði góðlátlega þegar Lífsstíll bað hann um að fræða
lesendur um hvernig í ósköpunum þeir geti grennst án þess að
sleppa úr máltíð.
Það eru til leiðir til að fækka
hitaeiningum án þess að verða
svangari. Ef þú vilt létta þig eða
brenna fitu án þess að líða eins og
þú værir í átaki, svarar Arnar
Grant og byrjar upptalningu á
góðum ráðum til handa lesendum
Lífsstíls.
1. Borðaðu meira prótein,
sagði hann rólegur og bætti við að
samhliða æfingum væri það ráðlegt.
Með mælingu kaloría fyrir
kaloríu er prótein meira seðjandi
en bæði kolvetni og fita.
2. Auktu trefjarnar, bætti
hann síðan við og fræddi blaðamann
um að ráðlegt væri að bæta
við 14 gr. af trefjum á dag eins og
ávöxtum, grænmeti og höfrum.
Það munar 10% í færri hitaeiningum
og 500 gr. á viktinni á mánuði,
útskýrði hann vel lesinn um efnið.
3. Mikilvægt er að forðast fituríkan
mat, segir hann en fólk á
það til að svindla í átaki. Eitt
gramm af fitu er níu hitaeiningar,
kolvetni og prótein aðeins fjórar
hitaeiningar, segir Arnar og heldur
áfram að svara spurningunni:
Því meira af fitu sem þú borðar
því fleiri hitaeiningar.
4. Fylltu upp þegar þú finnur
fyrir svengdartilfinningu með
grænmeti og ávöxtum. Borðaðu
fleiri vatnsríka ávexti og grænmeti
eins og melónur, tómata og gúrkur.
Vatnið fyllir þig í magann án
þess að auka hitaeiningafjöldann,
útskýrir hann og bætir við í lokin:
Þó þú borðir sama skammt færðu
færri hitaeiningar sem leiðir auðvitað
til grenningar.
Hvernig get ég borðað minna
en verið saddari?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.