Basiskt fæði

 

Basískt fæði

Grunnurinn að líkamlegu heilbrigði

Rykið dustað af sýru/basa jafnvæginu
Þegar ég var að byrja í mataræðispælingunum fyrir tæpum 30 árum síðan þá stóð ég algjörlega á byrjunarreit. Ég var að verða tvítug og kunni ekki að sjóða vatn, það eina sem ég gat gert skammlaust í eldhúsi var að skera niður tómata.
Þegar ég var á fyrstu matreiðslunámskeiðunum mínum þá skildi ég bara brot af því sem fram fór. Ég bjó í Kaupmannahöfn og átti soldið erfitt með að skilja þvoglumælta Dani, hvað þá alls konar flókin orð á heilsutungumáli. Ég hafði t.d. ekki hugmynd um hvað “syre og base ballansen” þýddi. Ég vissi bara að það væri eitthvað merkilegt sem ég myndi skilja þegar ég væri orðin “stór” og búin að læra að sjóða hýðishrísgrjón.
Þegar ég var að læra um lifandi fæði útá Puerto Rico rúmum15 árum síðar þá laust “eldingu” niður í ljósa kollinn minn. Ég var stödd í tíma hjá litla argentínska englinum henni Lalítu og hún var að leiða okkur í sannleikann um “acid and alkaline” eða sýru og basa, þegar ég hrópa: “ ó mæ gooodddd” og fékk þvílíku vakninguna. Á nákvæmlega þessu augnabliki skildi ég galdurinn. Loksins.
Ok, sumum kann að finnast kollurinn minn eiga eitthvað skilt með kókoshnetu, soldið þykk skel sem erfitt er að komast inn fyrir. En á þessari stundu þá opnuðust himnarnir og ég skildi þetta allt: sýrugæft og lútargæft, syre og base, acid and alkaline, sýra og basi.  

Hvað er nú það? surt <pH 7  pH 7=hlutlaust  pH 7<basískt.  Líkaminn þarf að hafa ákveðið sýrustig til að starfa eðlilega. Ef okkur tekst að halda sýrustiginu réttu þá blómstrum við, allir vírusar og bakteríur eiga erfitt að með að þrífast, við söfnum minni fitu og erum í alla staði heilbrigð og hraust. Sýrustig blóðsins á að vera um ph 7.365,  sem sagt örlítið basískt. Ef af einhverjum ástæðum jafnvægið raskast gerir líkaminn allt til þess að halda sýrustigi blóðsins réttu. Jafnvel þótt það komi niður á annarri starfsemi líkamans. Hann þarf því stundum að “skítamixa” t.d. að stelast í kalkið úr beinunum eða ná sér í ýmis önnur mikilvæg efni úr kroppnum til að vinna á móti of mikilli sýru. Ef líkaminn þarf að eyða of miklu púðri í að vera stanslaust að vega upp á móti óæskilegum sýrum getur það til langs tíma haft slæm áhrif á heilsuna.  

Hvað veldur of mikilli sýrumyndun? Sérfræðingarnir hafa fundið út að mataræðið þarf að vera 70-80% basamyndandi og 20-30% sýrumyndandi. Það sem gerst hefur í hinum vestræna heimi er að þetta hefur snúist við. Mataræðið okkar er orðið 20-30% basískt og 70-80% súrt. Þarna liggur m.a. rótin að offitu vandamáli nútímans, því líkaminn notar fituna sem lagergeymslu fyrir alla umfram sýru. Ef hann gerði það ekki myndi sýran skaða ýmsa innri starfsemi, valda skaða á líffærum o.fl. Til þess að losna við fituna verður kroppurinn að verða basískari. Auðveldasta aðferðin er að breyta mataræðinu þannig að það verði 70-80% basamyndandi.  Einnig hjálpar hreyfing okkur til að verða basískari sem og jákvætt hugarfar, slökun og almennt heilbrigðir lífshættir.    

Hvernig mælum við sýrustigið? Til að finna út hvar líkami okkar er staddur þurfum við að kaupa okkur sérstakan sýrustigs pappír eða pappírsstrimla.  Árangursríkast er að nota morgunþvagið. Þá pissum við á sýrustigsstrimil, notum þvaglát númer 2 að morgni því að fyrsta þvagið á alltaf að vera örlítið súrt segja sérfræðingarnir. Síðan er ráðlegt að pissa aftur á strimil svona um miðjan daginn og aftur að kvöldi dags. Eðlilegt er að strimillinn sé örlítið súrari að morgni og basískari að kvöldi. Hægt er að mæla sýrustigið með munnvatninu en það er ónákvæmara. Sýrustig þvags og munnvatns er ekki það sama og í blóðinu. Eðlilegt sýrustig þvags og munnvatns er á milli 7.0 og 7.5. Ef það er undir 7.0  þá er það vísbending um að við þurfum að bæta basamyndandi fæðu á matseðilinn.  

Hvað er basamyndandi? Þegar talað er um basamyndandi mat er ekki verið að tala um sýrustig sjálfrar matvörunnar áður hún er sett inn fyrir varirnar, heldur hvaða áhrif maturinn hefur á líkamann þegar hann hefur verið meltur. T.d. eru sítrónur mjög basamyndandi í líkamanum, þrátt fyrir að vera sérlega súr ávöxtur. Þess vegna er gott að styðjast við lista sem sérfræðingar hafa eytt miklu púðri í að setja saman eftir áralangar rannsóknir á málinu. Ath að lífrænt hráefni er alltaf basískara en ólífrænt, eitrið og tilbúni áburðurinn er nefnilega mjög súrt…..

Basamyndandi: flest allt grænmeti, sérstaklega allt grænt grænmeti, allar spírur t.d. alfalfa o.fl. allt gras eins og hveitigras, bygggras o.fl, ósætir ávextir eins og avókadó, tómatar, sítróna, lime, greip, vatnsmelóna, möndlur og sesamfræ, kókosvatn og nýpressaður grænn safi, kaldpressaðar olíur s.s. ólífuolía, hörfræolía og kókosolía, spelt, kínóa, linsur, kjúklingabaunir, sojaspírur, tofu og allt spírað korn.

Hlutlaust
Vatn (nema það hafi verið gert basískt) lífræn hýðishrísgrjón, lífrænt bókhveiti, lífrænar hvítar baunir (sem eru í bökuðu baununum) ýmis fræ og hnetur ef það er lagt í bleyti, fersk vatns fiskur í hófi, ýmsir ávextir í hófi, kókosmjólk í hófi, hrá geitamjólk

 Hvað er sýrumyndandi? Hvítur sykur, gervisæta, einföld kolvetni: t.d. hvítt hveiti, hvítt pasta osfrv, mikið unninn matur, mjólkurvörur, kjöt og egg, ger og gerjaðar vörur, sveppir, áfengi, kaffi, olíur sem eru hitaðar olíur, edik, ávaxtasafar úr fernu, smjörlíki

Græni liturinn er minn uppáhalds
Þar sem sýru/basa jafnvægið hefur spilað stóran þátt í mínu mataræði síðustu 30 árin þá kannski skilja þeir sem kynna sér þetta jafnvægi af hverju uppáhaldsliturinn minn er grænn….. Þið sjáið hvað það skiptir miklu máli að borða mjög mikið grænt salat með hverri máltíð og að venja börnin okkar á þetta frá byrjun. Margir hugsa kannski: “hmmm, bíddu nú við, eiga allir að gerast grænmetisætur?” Munið að við erum að tala um 20-30% súrt og 70-80% basískt. Þetta er ekkert nýtt, þetta talaði Hippókrates um á sínum tíma svo hér er eingöngu verið að dusta rykið af vel þekktum hlutum. Ég mun setja mun ítarlegari matarlista fljótlega inn á heimasíðuna mina: www.himneskt.is. Ég gef ykkur upp nokkrar fínar basíkar uppskriftir, gangi ykkur sem allra best

Solla

Góðar bækur til að fræðast meira um sýru-basa fæði:
-The pH Miracle eftir Robert O. Young
-Alkalize or Die eftir Dr. Theodore A. Baroody
-The Acid-Alkaline Diet eftir Christopher Vasey   

 

Rannsóknir hafa sýnt að basískt myndandi fæði stuðlar að heilbrigði. Enn fremur hefur það komið í ljós að sjúkdómar þrífast ekki í basískum líkama. Til að ná þessu ástandi fram er best að borða basískt fæði sem er nánast allt grænmeti og flestar tegundir ávaxta. Til að nýting ensíma verði sem best þá er nauðsynlegt að borða fæðið hrátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég er enn vakandi, næturhrafninn á sveimi hérna. Gaman að sjá hvað þú hefur mikinn áhuga á næringafræði. Áhugi sem ég deili heitt með þér. Hef oft spáð í þessum sýru pælingum. Enda erum við gerð úr næringu, skynsamlegt að pæla í þessu, veltur alveg á manns eigin lífsmöguleikum og lífsgæðum.

 Good stuff :)

Guðmundur Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 05:01

2 Smámynd: Ingibjörg

ja rolegur með að vaka :) ja mig langaði alltaf að verða næringafræðinguren ekki jafn heit fyrir þvi núna .jamm somuless valgeir

Ingibjörg, 12.11.2007 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband