23.11.2007 | 11:19
lífið
Að hræðast lífið er fáranlegt á vissan hátt ,en ég efast ekki um að það sé algengt að hræðast það sem maður þekkir ekki né veit ekkert um td eins og framtíðin, ég hef ekki hugmynd um hvernig hún verður, en í raun og veru þá ætti ég ekkert að vera spá i því. Af því ég hef bara það sem er hér og nú ,
því betur sem ég átta mig á því þá næ ég frekar að lifa í momentinu og njóta þess og það er yndislegt að geta loksins notið þess að lifa í núinu .Aður fyrr var ég alltaf að tala um það en kunni ekki að gera það, loksinssnáði ég tökum á því.
það er hægt að hræðast/óttast svo margt í lífinu,
'Eg hef áttað mig á að það er bara eyðsla á orku og tilfiningum að óttast eitthvað af því að á endanum þá hefði það ekki breytt neinu hvort sem er bara búið til vanlíðan sem ég hefði ekki þurft að upplifa og verst af öllu vanlíðan sem ég skapaði sjálf .(sjálfssköpuð vanlíðan)
Ef maður hræðist lífið þá mun ´maður aldrey njóta þess, að þora að taka áhættur sýnir styrk og hugrekki sem ég tel vera góðir kostir ,sem ég mun öðlast innan bráðar . 'Eg sé það hjá sjálfri mér að ég er farin að forðast að lenda í þannig aðstæðum sem gætu leitt til að ég finndi til (upplifi sársauka) og þess vegna hef ég tekið allskonar ákvarðanir til að forðast að lenda í ýmsum aðstæðum sem gætu látið mig finna til
það er ekki mikið þroskamerki að forðast venjulegt lif hvað sem það nú er :)það er mikil munur á að forðast og velja .lífið er breytilegt ekkert verður alltaf eins, eins og vinur minn benti mér á,það er kannski kominn tími á að sætta sig við það ,taka því sem er með þá vissu að þetta sé allt mér fyrir bestu.
Athugasemdir
Góð spegúlasjón, Imba, ég hef svarað þér með ljóðið mitt.
G.Helga Ingadóttir, 23.11.2007 kl. 12:27
Mjög fallegt hjá þér Inga. Mig minnir að Sri Chinmoy hafi einmitt sagt að lifa í ótta sé eins og lifa ofan í líkkistu. Held líka að ótti sé eins og hálfgjör vekjaraklukka sem hvetji okkur til þess að skoða hvaða eyðileggjandi hugsanir eru að trufla okkur.
Haltu áfram að blómstra
Guðmundur Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 15:36
Töff hjá þér að huga að ótta þínum og vanlíðan.Það krefst hugrekkis. Kvíði er þess eðlis að hann beinist að atburðum sem eiga eftir að gerast og maður telur að muni valda manni mein. Það er okkur eðlislægt að forðast það sem veldur kvíðanum.
Oftast nær hafa þeir atburðir sem kvíðinn beinist að minni skaðleg áhrif en maður heldur. Okkur er tamt að mikla fyrir okkur hlutina þegar okkur kvíður fyrir einhverju. Þegar við miklum fyrir okkur hlutina vex vandamálið og við þorum ekki að takast á við þau og það viðheldur kvíðanum.
Þegar búið er að skilgreina vandann (spyrja sig "hverju kvíði ég") er best að vinna með hann þannig að gera sér grein fyrir að litlar líkur eru á því að allt fari á versta veg og ef svo er þá verða afleiðingarnar vægari en maður heldur. Til að vinna bug á kvíðanum verður maður að hætta að forðast það sem vekur kvíðann og mæta því. Það er gert með því að huga ekki að afleiðingum í framtíðinni heldur hvað þurfi að gera í núinu.
Ég var að rekast á að menn eru byrjaðir að nota hugmyndir úr íhugun í ákveðnum kvíðameðferðum. Þetta er kallað gjörhygli (mindfullness) og gengur útá að reyna að huga að stað og stund meðfram vissum öndunaræfingum. Eitthvað sem vert er að athuga.
Bjarki Þór Baldvinsson (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 18:34
Já Imba, það er ótrúlegt hvað óttinn og kvíðin geta leitt okkur langt..Stjórnað okkur með líðan og tilfinningar, gefa okkur fyrirfram áhyggjur......Hlaupa mætti segja, með okkur í gönur. Svipað og Valgeir kom inná. Við getum hreinlega orðið föst í fangelsi hugans. Líkt og Guðmundur kom ínná með tilvitnunina til Sri Chinmoy. Og áhugavert var líka að lesa það sem Bjarki hafði að segja...
Eftir ég komst að því að allt er í rauninni hlutlaust, þar til við sjálf gefum því merkingu hverju sinni...hef ég hreinlega upplifað hugar-frelsi...læt þá félaga ekki stjórna mér lengur...Og er miklu sáttari við sjálfa mig og tekst betur að vinna úr hlutunum hverju sinni sem þarf að taka á...takk fyrir þessi orð þín, kæra Imba og góða helgi...
josira, 24.11.2007 kl. 14:19
Já það er satt :)valgeir æi takk fyrir það og hafðu það sem allra best :)
ja váá hann er það eins og vekjaraklukka,það er satt kannski einhver ástæða fyrir öllu .
bjarki; akkurat þannig er það ja, bara sálfæðingur hér á ferð ég hafði ekki hugsað um þetta svona takk fyrir að benda mér á þetta efast ekki um að þetta eigi eftir að hjálpa mér
já ég ætla tjekka á þessu með mindfullness ; )manstu nokkuð á hvaða siðu þu sast etta
Ingibjörg, 24.11.2007 kl. 17:18
josira ;já ég ætti að prófa þettta að líta á allt sem hlutlaust. það er nátturulega ég sem er að gefa þessum hugsunum kraft með því að gefa þeim athygli . góða helgi joisira :)
Ingibjörg, 24.11.2007 kl. 17:37
Jon Kaba Zinn er víst aðalmaðurinn á bakvið þessi fræði. Hérna er heimasíða Center for Mindfulness hjá University of Massachusetts. Þetta er aðallega notað við almennri kvíðaröskun (generalized anxiety disorder). Hef heyrt að sálfræðingar hérna heima eru eitthvað byrjaðir að nota þessar aðferðir.
Gott dæmi um það þegar austurlensk fræði eru löguð að vestrænum vísindum. Hver segir svo að það sé ekki hægt!
Bjarki Þór Baldvinsson (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 01:05
Hérna er svo fyrirlestur sem Jon Kabat-Zinn hélt hjá Google.
Bjarki Þór Baldvinsson (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 01:22
takk ég ætla kikja á etta
Ingibjörg, 25.11.2007 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.