6.12.2007 | 00:25
Hver skrifaði kóraninn
Múslímar telja að Kóraninn hafi vitrast Múhameð spámanni smám saman á 20 ára tímabili. Þá var Múhameð í leiðslu og Gabríel erkiengill birtist honum og opinberaði honum textann sem síðar varð að Kóraninum.
Þegar Múhameð vaknaði úr leiðslunni fór hann með orðin sem honum höfðu vitrast. Sumir lærðu þau utanbókar en aðrir segja að þau hafi einnig verið skráð á ýmislegt tiltækt, svo sem pappír, steina, pálmalauf og fleira.
Eftir dauða spámannsins, sem var 633 að okkar tímatali, var vitrunum hans safnað saman í einn heildartexta, bæði þeim sem varðveist höfðu í munnlegri geymd og hinum sem voru á rituðu formi. Þannig er frásögn múslímskrar hefðar af tilurð Kóranins.
Það voru semsagt margir skrifarar sem rituðu Kóraninn og hann geymdist einnig í munnlegri geymd áður en hann var skrásettur sem einn texti.
Heimild: Encylopædia Britannica.
Af hverju var rithöfundurinn Salman Rushdie dæmdur til dauða?
Árið 1989 dæmdi Ruhollah Khomeini, æðsti klerkur byltingarstjórnarinnar í Íran, rithöfundinn Salman Rushdie (f. 1947) til dauða fyrir guðlast. Að mati Khomeinis fól bókin Söngvar Satans eftir Rushdie í sér siðlausa og móðgandi umfjöllun um Múhameð spámann og eiginkonur hans. Jafnframt taldi Khomeini að bókin rangtúlkaði og afbakaði boðskap Kóransins. Hæfileg refsing fyrir slíkt guðlast væri dauðadómur.Til að öðlast skilning á djúpstæðri reiði margra múslíma og því fjaðrafoki sem bókin olli þarf að hafa nokkur atriði í huga og verða tvö þeirra tíunduð hér.
Í skrifum sínum blandar Rushdie gjarnan töfraraunsæi saman við sagnfræði og guðfræði. Í Söngvum Satans verður Múhameð spámaður á vegi söguhetjanna (sem eru samtímamenn okkar daga) og er honum lýst sem breyskum manni. Atburðum frá tímum spámannsins sem greint er frá í Kóraninum er jafnframt fléttað saman við atburðarásina. Í íslam er hvorki hefð fyrir því að skrifað sé um líf spámannsins með þessum hætti né að atburðir úr Kóraninum séu settir í súrrealískan búning. Margir litu því á efni bókarinnar sem alvarlegt guðlast; að minnsta kosti var inntak hennar talið í hæsta máta óviðeigandi.
Í bókinni var einnig ýjað að því að vers í Kóraninum væru frá djöflinum komin, líkt og heiti bókarinnar gefur til kynna. Rushdie leikur sér að versinu um gyðjurnar Lat, Manat og Uzza sem talið er hafa verið hluti af Kóraninum en er sagt hafa verið fjarlægt þegar upp komst að það væri frá djöflinum komið. Gefið er í skyn að slík djöflavers séu ef til vill fleiri fyrst að fyrrnefnt vers slæddist með á sínum tíma. Annað sem þótti ekki síður alvarlegt er frásögn af sögupersónunni Mahound (sem þýðir djöfullinn) sem fékk vitranir líkt og spámaðurinn sjálfur.
Harðar deilur sköpuðust í heimi múslíma um lögmæti og réttmæti dauðadómsins. Dómurinn var gefinn út með svokölluðu fatwa, lögformlegum úrskurði sem sérfræðingum í íslömskum lögum (sharia) er einum heimilt að veita að ströngum skilyrðum uppfylltum. Samkvæmt mörgum voru þessi skilyrði ekki fyrir hendi í þessu tilfelli. Við jafn alvarlegum glæpum og guðlasti er sönnunarbyrðin jafnframt afar mikil. Til að mynda þarf hinn ákærði að mæta fyrir rétti og játa brot sitt þrisvar sinnum. Rushdie játaði aldrei brot sitt, hvorki í réttarsal né annars staðar. Því töldu margir að hæpið væri að úrskurðurinn stæðist.
Tilgangur dauðadómsins samkvæmt Khomeini var að verja heiður íslam og treysta bönd múslíma um allan heim. Fræðimenn hafa í seinni tíð dregið opinberar ástæður dauðadómsins í efa og haldið fram að um pólitíska refskák hafi frekar verið að ræða. Khomeini og klerkastjórnin hafi þurft að bægja athygli heimamanna frá því hörmulega ástandi sem átta ára blóðugt stríð við Íraka hafði leitt af sér. Það hefði góð áhrif á þjóðarsálina á þessum erfiðu tímum að þjóðarleiðtoginn gengi fram sem verndari íslam á þennan afdrifaríkan hátt. Vonast var til að það framlengdi anda og stemningu byltingarinnar frá árinu 1979.
Að lokum skal geta þess að dauðadómnum hefur ekki verið framfylgt og Salman Rushdie er enn á lífi þegar þetta er skrifað.
Frekara lesefni og myndir
- Staða fatwa-samþykktarinnar í islam. Kirkjuvefbók Ragnars.
- Salman Rushdie (1947- ). Dr. Fidel Fajardo-Acosta's World Literature Website.
- Fyrri mynd: Image:Salman Rushdie by Kubik 03.JPG. Wikimedia Commons. Höfundur myndar er Mariusz Kubik.
- Seinni mynd: Image:Salman Rushdie by Kubik 04.JPG. Wikimedia Commons. Höfundur myndar er Mariusz Kubik.
Athugasemdir
Mér finnst það snilld að múhammeð sem var giftur forríkri sykurmömmu í fleiri ár, og þurfti þar með ekki að vinna fyrir hana lengur, og sat heima hjá sér og fékk "vitranir" að atvinnu hafi aldrei lært að lesa né skrifa.
Múhammeð er hinn fullkomni maður og því líkari sem maður er honum og hans lífsferli, því betri múslimi er maður. - Staðhæfing hadith.
Við ættum því öll að vera ólæs, þrátt fyrir gríðarlegan tíma og fjármagn. Við ættum öll að vera stríðsherrar. Við ættum öll að stofna kvennabúr eftir að ríki maki okkar deyr. Við ættum öll að giftast 6 ára börnum og ríða þeim við 9 ára aldur! Við ættum öll að fyrirskipa dauða og persónulega afhausað 700 varnarlausa gyðinga.
Ótrúlegt að það hafi verið þessi skilaboð sem að Guð var að reyna að koma á framfræi allan tíman. Að við skildum hafa falsað Guðspjöll Jesú svo gríðarlega að hann skuli afbakast í jafnan kærleik og umburðarlyndi fyrir öll Guðs börn. pff! F***ing guðlast og falsanir!
Góð grein samt
Jakob (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 00:39
'Eg hef alveg fullt af skoðunum sem ég vil ekki deila með öðrum en mér og minni fjölskyldu .'Eg vil ekki setja út á það ,sem fólk trúir að sé komið frá (guði),af því þeir sem trúa því verða ekki sáttir við mig ef ég geri það .Þess vegna hef ég ekkert um það að segja : )
Ingibjörg, 8.12.2007 kl. 22:54
Það sorglega við þessi ummæli Skúla er að þetta er það sama og sagt var við Jesús.
Hér er annar vinkill á sögu Múhamaðs.
Og hér er blogg sem ég skrifaði meðal annars út frá ofangreindri grein.
Ekki veit ég mikið um þessa sögu um Múhameð og barnið en ég ætla að kynna mér hana betur.
Annars mjög fín grein. Fræðandi og vel skrifuð.
Með bestu kveðjum,
Jakob
. (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 20:07
já var það sagt um jesú líka ég vissi það ekki .jebbs ég ætla tjekka á þessum linkum .
ég hef verið að lesa um sögu múhammeds og kóraninn það er mjög gaman ég allavega get ekki hætt
Ingibjörg, 12.12.2007 kl. 17:46
Já, þ.e.a.s. að hann væri geðveikur og allt það góða sem hann sagði væri bara stolið úr ritum gyðinga.
Segi það sama hérna. Ætla að kíkja á bók sem heitir Muhammad and the course of Islam um jólin. Hvaða bækur, aðrar en Kóranin, ert þú að lesa?
m.b.k.
Jakob
. (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 10:33
já alltaf eitthvað vesen þegar þessir stóru kallar koma
já það er gaman að skoða þessa trú .'Eg er með( Muhammad the messenger of allah )written by abdurrahman Al-shena
Ingibjörg, 13.12.2007 kl. 14:31
Sæl öll,
ég spurðist fyrir um söguna af Aishu, stelpuna sem Múhamað giftist, datt í hug að fólk hefði áhuga á þessu.
Bæði er hann Haukur búinn að búa til blogg um þetta og svo fékk ég þessi svör frá nokkrum félögum á myspace hópi:
Most of prophet Muhammad's marriages were to take care of the women who were left widowed as Muhammad passed through certain lands.
The case of the child bride was, esentially, Muhammad saved her life because she would have been abandoned and left to fend for herself at that young age. At a much later year, Muhammad fell in love with her and they had a child.
Muhammad's act of marrying her at that young age was actually a noble act.
---
As far as I can remember, this was a business and a political deal. Marriage in those days had a different meaning than it does today (now I might be wrong here, please correct me if I am), if your cousin, for instance, became a widow, it was your moral duty to marry her, because a woman was not allowed to live by herself. This was done for her protection, for her honor.
In those times, when people's life span was a lot shorter than we see today, women (or girls) were eligible for marriage at the age of 12 and usually married by the age of 14. It was common to join families in this way, the father made a deal with a rich guy (for instance) to marry one of his daughters to him. This way he could make sure she would be taken care of.
As to Aisha's age, she is believed to have been around 6 years old when they betrothed, and she lived with her parents until Aisha and Muhammad married when she reached puberty at nine years old. The marriage was then consummated.
Now, scholars don't all agree to her age at the time of marriage, even though most believe that she was nine or ten years old. Some believe that she may have been 15 at the time of the marriage, and others even fix her age at 19 at the time of consummation.
And regarding consummation, in many cultures, a marriage was not valid until after consummation (sexual intercourse). So, as a part of the "business deal", this was some sort of a seal to the agreement.
I do not believe that this in any way shows Muhammad in the light of pedophilia. Take into account that his first wife was 25 older than Muhammad, and she was his only wife until the she died 25 years later. Their marriage was described as a long and happy one.
The main thing in what I'm trying to say, is the difference in the culture of that time and the culture we live in today is so different, it's hard to understand people's motives without understanding the background.
Aisha and her family (pre-marriage to Muhammad) were Muslims, but had to flee the persecution of Meccans, that still followed per-Islamic religions.
Her father tried to spare her the dangers and discomforts of this journey buy marrying her to her fiancé Jubayr ibn Mut'im, but his father refused, because he didn't want to be connected to outcasts.
After few years they moved back from Ethiopia to Mecca. After Muhammad's first wife died, it was suggested that he would marry Aisha, and Muhammad agreed.
Please don't think I am this knowledgeable in Islamic history, most of this I had seen previously in different (or maybe this one) forums and I remembered bits and pieces. Wikipedia helped with the rest :D
---
I might point out that this was - essentially - the source of what turned into Mormon polygamy. During the early years of the settling of Utah a great many men died, leaving their families destitute and without support. The plural marriages started as a support system for these widowed women & their children. of course, with time it changed - as such things always do - and became abused.
Again, some of these things are hard to grasp or justify in the modern historical context, but we have to remember that these things happened in very different worlds than the one we live in now.
---
I also seem to remember something about even the concept of "consummation" being different; that it simply meant moving in. but I could be wrong
---
Another thing to entertain to get a feel for the environment and culture that surrounds this story, are the protestations of people who thought Muhammad was a liar and his faith an untrue one. What were the protestations about? What were their themes?
I haven't found one protestation in the days of Muhammad, about an allegation of pedophilia. Not from Jews, or Christians, or Polytheists. This absence of such an allegation speaks for itself. If this type of marriage was an immoral act, the Christians would have spoken up about it because they have always been absolutist moralists who don't accept the concept that people and societies evolve morally over time. To their belief system, right is right and wrong is wrong no matter what time one lives in. But they said nothing about it. If this indeed was looked upon as a despicable thing, people would not have passed it up or failed to see it. When you oppose something, your brain wires to find any and everything that can hit it hard.
Jakob
. (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 16:30
Góðar pælingar ,
já lífið var pottþétt allt öðruvísi í gamla daga. En mér býður við þessari trú ég get ekki sagt annað ,núna er ég búin að vera lesa kóraninn í svoldinn tíma og ég er bara í sjokki .
Ég fyllist skelfingu að svona margir séu islamstrúar .Ef þú lest kóraninn þá muntu skilja mig ég efast ekki um það.Ef þetta eru orð guðs þá er ekkert gott til í þessum guði okkar sem ég þykist vita að er rangt.
Ingibjörg, 14.12.2007 kl. 23:49
Ég hef nú ekki lesið nema hluta Kóransins en hef ekki séð neitt ,,ljótara" heldur en ýmislegt í öðrum trúarritum, set í gæsalappir vegna þess að hversu ljótt eitthvað er fer eftir því hvernig maður skilur það.
Má ég spyrja hvað það var sem fékk til að bregða í brún?
kobbi
. (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 20:50
ég sé bara enga fegurð í þessu trúarbragði .allt snýst um refsingar lög og reglur sem eiga að vera frá guði.allt of mikið verið að hræða td ef þú truir ekki þá ferðu til helvítis.allt of oft talað um helviti í þessari bók,það er verið að hræða þig til að trúa .hérna er allavega smá brot
The woman and the man guilty of adultery or fornication,- flog each of them with a hundred stripes(stones): Let not compassion move you in their case, in a matter prescribed by Allah, if ye believe in Allah and the Last Day: and let a party of the Believers witness their punishment.024.002
Men are the maintainers of women because Allah has made some of them to excel others and because they spend out of their property; the good women are therefore obedient, guarding the unseen as Allah has guarded; and (as to) those on whose part you fear desertion, admonish them, and leave them alone in the sleeping-places and beat them; then if they obey you, do not seek a way against them; surely Allah is High, Great.004:034
Remember thy Lord inspired the angels (with the message): “I am with you: give firmness to the Believers: I will instil terror into the hearts of the Unbelievers: smite ye above their necks and smite all their finger-tips off them.”008.012
004.003 If ye fear that ye shall not be able to deal justly with the orphans, Marry women of your choice, Two or three or four; but if ye fear that ye shall not be able to deal justly (with them), then only one, or (a captive) that your right hands possess, that will be more suitable, to prevent you from doing injustice
.Fight them, and Allah will.punish them by your hands, cover them with shame, help you (to victory) over them, heal the breasts of Believers,9.14
Q.3: 118-120
O you who believe! Take not as (your) bitaanah (advisors, consultants, protectors, helpers, friends, etc.) those outside your religion (pagans, Jews, Christians, and hypocrites) since they will not fail to do their best to corrupt you. They desire to harm you severely. Hatred has already appeared from their mouths, but what their breasts conceal is far worse. Indeed We have made clear to you the aayaat (proofs, evidence, verses), if you understand. Lo! You are the ones who love them but they love you not, and you believe in all the Scriptures [i.e., you believe in the Tawraat and the Injeel, while they disbelieve in your Book (the Qur’an)]. And when they meet you, they say, ‘We believe.’ But when they are alone, they bite the tips of their fingers at you in rage. Say: ‘Perish in your rage. Certainly Allah knows what is in the breasts (all the secrets).’ If a good befalls you, it grieves them, but some evil overtakes you, they rejoice at it…
004.015 If any of your women are guilty of lewdness, Take the evidence of four(Reliable) witnesses from amongst you against them; and if they testify, confine them to houses until death do claim them, or Allah ordain for them some (other) way.
Ingibjörg, 16.12.2007 kl. 22:19
Sæl,
Það er okkur ljóst að mörg af þessum lagaboðum eru algjörlega framandi nútíma þjóðfélagi. En afhverju er það? Það er, að mínu mati, algjörlega nauðsynlegt að skoða svona trúarritningar í sögulegu ljósi (reyndar þarf líka að skoða merkingu hugtaka eins og helvíti og önnur slík).
Eins og sést af greininni sem ég benti á hér að ofan kom Múhameð fram á tíma og í landi sem einkenndist af ómannlegri grimmsku. Þú hefur líklega lesið hvernig menn grófu stúlkubörn lifandi og giftust tugum og hundruðum kvenna og ennfremur voru þessar konur ekki á við hið minnsta dýr í gildi. Allar þessar ritningar sem þú ert búin að setja fram hérna eru ekki að leyfa neitt, þær eru að hefta. Allt í einu mátti ekki giftast fleiri en fjórum konum plús það að ef þú lest lengra þá er sagt að aðeins megi giftast fleiri en einni ef hægt væri að koma fram við þær jafnt. Þetta er augljóslega ekki hægt og hvaða hreinhjartaði Múslimi sem er (og aðrir) sér það.
Þetta er það sem kallast stighækkandi opinberun. Eins og nafnið ber í sér er þarna verið að afhjúpa sannleikann hægt og rólega því að Guð skipar fyrir í samræmi við getu manna til að taka við boðum hans á hverjum tíma. Þessvegna sérð þú sömu boð og hér að ofan í gamla testamentinu en í hinu nýja setur Guð fram ný og framsæknari boð því að menn eru tilbúnir fyrir þessi nýu og framsæknu boð.
Sem bahá’íi lít ég þannig á að öll trúabrögðin séu komin frá Guði. Þau bera öll í sér hinn sama eilífa andlega boðskap sem er endurnýjaður með hverri nýrri opinberun og svo bera þau öll sitthvoran félagslega boðskapinn sem ætlaður er þeim stað og tíma sem boðberarnir komu fram og er þetta það sem hefur orðið til þess að menn hafa neitað boðberunum þegar þeir koma sbr. Jesús og hvíldardagurinn. Þetta er eins og kennarinn sem talar til barnanna með ákveðnum hætti í fyrsta eða öðrum bekk en svo með öðrum hætti í áttunda og nýjunda bekk. Andlegur þroski þessarra árganga er ekki hinn sami og er því í rauninni ekki hægt að bera þá saman. Ég hef mikla trú á gildi Íslam og andlegan boðskap hennar en ég trúi því einnig að félagslegi boðskapur hennar hafi úrelst fyrir rúmum 150 árum þegar, samkvæmt minni trú, kom fram nýr boðberi með boðskap sem ég trúi að muni sameina heiminn.
Ef þú ert ekki búin að því þá mæli ég með þessari grein sem ég benti á en hún tekur á mörgum þeirra atriða sem þú bentir á.
Með bestu kveðjum,
Jakob
. (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 20:19
já æi mér brá bara fyrst að lesa kóraninn, ég vil ekki vera setja út á þá trú. Eg held að heittrúaðir guðsmenn skilji vilja guðs þannig þá skipta reglurnar í bókinni (Quoran)engu máli.Mér líður frekar illa yfir því að hafa sagt etta sem ég sagði fyrst afsakaðu æsinginn í mér
Ingibjörg, 20.12.2007 kl. 20:50
Það var ekkert að afsaka, í dal leitarinnar er þolinmæði besti farskjótinn :P smá tilvitnun þarna.
. (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 02:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.