21.12.2007 | 19:25
yogananda sagði
Flest fólk er niðursokkið í efnishyggju, sagði yogananda.Ef það á annað borð hugsar til guðs,þá er það einungis til að biðja hann um peninga eða heilsu.Það biður sjaldan um hina æðstu gjöf:Að mega líta ásjónu hans og finna hina ummyndandi snertingu hans.Drottinn þekkir stefnu husana vorra.Hann opinberast oss eigi,fyrr en vér höfum framselt honum vora síðustu veraldlegu ósk.Ekki fyrr en sérhver af oss segir:Faðir stjórna þú og gagntaktu huga minn.
Y
Með því að rækta hugleiðslu,sagði yogananda,verður yður ljóst,að þér berið ávallt hið innra paradís í hjarta.
Y
Yogananda lagði áherslu á þá nauðsyn,að vera fullkomlega einlægur við guð,og sagði:Það er ekki hægt að múta drottni með stærð safnaðarins,sem í kirkjuna kemur,né með ríkidæmi hans eða vel sömdum ræðum.Guð heimsækir aðeins þau ölturu hjartnanna,sem hreinsast hafa í tárum tilbeiðslunnar og eru upplýst af ljósi kærleikans.
Y
Trúmaður var sorgmæddur yfir því að samlærisveinar hans virtust taka betri andlegum framförum en hann.Þú einblínir á stóra fatið í stað þess að horfa á þinn eigin disk,sagði yogananda,og hugsar um það,sem þú fékkst ekki,í stað þess að hugsa um það,sem þér var gefið.
Athugasemdir
takk og sömuleiðis gleðileg jól valgeir
Ingibjörg, 22.12.2007 kl. 12:58
Gleðileg Jól Inga
Guðmundur Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 02:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.