Sumum reynist erfitt að finna sannleikann

Merkilegt hvað (trúleysingjar )þeir sem trúa ekki á æðri mátt sem ég þekki eru duglegir að kenna trúarbrögðunum um grimmd mannanna.Hvað er það sem trúarbrögðin eru að gera annað en að hjálpa fólki að finna sannleikann?.Aftur á móti eru það mennirnir sem eru ekki heilir og nota oft trúarbrögðin sem afsökun fyrir þeirra illsku .

'Eg skil það vel að  fólk sem hefur átt erfitt líf verði reitt út í lífið eða við æðri mátt og vilja kenna honum um þeirra vanlíðan . Svo hætta þeir að trúa á æðri mátt af því þeir sjá ekki að í gegnum erfiðleikana kemur þroski og betra líf .En þeir höfðu val ,annað´hvort að vera reiðir einstaklingar eða sætta sig við lífið eins og það er.það er kannski erfiðara að sætta sig við lífið eins og það er ,auðveldara að vera bara reiður. En hinn kosturinn er betri að sætta sig við lífið :).Svo þannig með tímanum hætta þeir að trúa á æðri mátt því þeir álíta hann slæmann ef hann væri í raun og veru til og það gengur ekki að trúa því .þannig trúleysi er þá skárra.Af því þeir telja  að þeir hafi aldrei fengið hjálp frá honum (æðri mættinum)GOD2.Allt of margir sjá bara það slæma sem þeir hafa fengið í lífinu einblína á það í staðin fyrir að sjá allt það góða sem það hefur.En það skilja ekki allir hvernig lífið virkar, á einhvern hátt halda þeir að lífið sé bara dans á rósum og ef það reynist ekki sannleikurinn þá er guð eða æðri máttur ekki til af því þeirra hugmynd af æðra mætti er röng .Það er bara mín skoðun . 'Eg hef tekið eftir því að þeir sem trúa ekki eru svo reiðir einstaklingar .reiðir út í allt og alla og það liggur við að þeir springi ef það er minnst á æðri mátt .Hvaðan kemur þessi reiði ?

ef þeir trúa ekki á æðri mátt afhverju þá þessi reiði?

má fólk ekki trúa því sem það vill án þess að aðrir verði reiðir yfir því ?

god

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: dízaDröfn

sammála, það eru lika svo margir sem byrja að dæma ákveðna trú án þess að vita nokkuð um trúna. til dæmis dæma hvað stendur i biblíuni eða eithverju öðru án þess að vera búnað lesa hana :)

dízaDröfn, 30.12.2007 kl. 20:48

2 identicon

Flott færsla hjá þér Imba

Jakob (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 00:29

3 identicon

Ég held að þú gefir þér vitlausar forsendur í þessari færslu. Ég er ekki trúleysingi útaf því að ég er reiður við guð. Ég hef engar tilfinningar gagnvart guði því ég tel hann ekki vera til. Þeir sem eru reiðir guði eru ekki trúleysingjar.  Þeir trúa á guð en finnst að hann hafi hlunnfarið þá. Hinsvegar hef ég ákveðnar skoðanir á trúarbrögðum því ég tel þau, eins og allt annað í menningunni, vera mannasetningar. Það er hægt að takast á um nytsemd slíkra hugmynda og hvort sumar þeirra séu hreinlega mannvondar (sbr. margar kennisetningar kristni og Islam). 

Þó er það rétt að málfluttningur trúleysingja getur verið hatursfullur í garð trúar annarra og virkar þar með eins og þeir séu reiðir. Þar liggur hundurinn grafinn. Mér líkar ekki slíkur málfluttningur. Slíkt tal felur í sér vanvirðingu gagnvart skoðunum annarra, er oftast nær sett fram á fátæklegan máta þar sem mikið er um innihaldslausar fullyrðingar og hreinlega skemmir ímynd trúleysis.

Trúleysingjum líður ekki illa Imba. Þeir vilja ekki vísvitandi kenna öðrum um eigin hamingju eða óhamingju og eru ekki reiðir útí lífið. Þeir telja einfaldlega að guð sé ekki til. 

Bjarki Þór Baldvinsson (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 01:05

4 Smámynd: Ingibjörg

já það getur verið .'eg vil nú ekkert vera að alhæfa ég var að tala um þá sem ég þekkisem trúa ekki. ekkert skot á þig bjarki :) .

já eg er sammála því. ekki eru öll trúarbrögð góð ,margt í sumum trúarbrögðum sem eru ekki í lagi og já sem eru  bara mannasetningar eina  trúarbragðabókin sem  ég trúi fullkomlega er veda ritin (hinduatru) í henni er útskyrt hvernig á að finna það góða í þér sem mun hjálpa þér að verða betri manneskja og eiga gott líf mér finnst það alveg vera skynsamlegt.

Ingibjörg, 31.12.2007 kl. 02:01

5 identicon

 Sæl,

Ég hef einmitt heyrt það of oft að trúabrögð séu uppsprettur allra átaka í heiminum o.s.frv. og hef því pælt mikið í hvort að það væri í rauninni eitthvað til í þessu. Niðurstaða mín er að það að slengja fram svona fullyrðingum er ekkert annað en andleg leti þeirra sem nenna ekki að hugsa um hlutina. Þetta er eitthvað sem getur pirrað mig svolítið og ber eftirfarandi þess vitni en þetta er tekið af síðu manns sem fittar vel við lýsingu þína. 

"Dauðinn og tortímingin sem trúarbrögð hafa leitt af sér er svo mikil að erfitt er að hugsa upp eitthvað annað hugtak sem hefur álíka viðbjóð á samviskunni."

Ég get alveg samþykkt að valdahöfuð trúabragða hafa oft í gegnum tíðina staðið fyrir miklum ofsóknum og stríðum en í mínum huga hefur þetta verið fyrst og fremst vegna valdagræðgi. Veit allavega ekki betur en svo að þessir menn hafi með gerðum sínum farið á móti öllum helstu boðorðum trúar sinnar og ef maður hugsar út í það þá skiptir ekki máli hvað fólk kallar sig, það eru gerðir fólks sem segir til um hvað það er.

En dæmi um menn sem hugsuðu á svipuðum nótum og þessir svokölluðu trúuðu menn eru Stalín, Hitler og Maó, mestu fjöldamorðingjar mannkynssögunnar. Voru þeir annars ekki trúlausir? Eigum við að segja að allir trúlausir séu eins og þeir og að trúleysi sé undirrót alls ills í heiminum? Held ekki, allavega er ég ekki svo barnalegur að vera með svona alhæfingar.

Gleðilegt nýtt ár,
Kobbi

. (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 12:06

6 identicon

Gleðilegt nýtt ár Inga. Ég ætla að varpa fram pælingu til þín á nýju ári. Taktu aldrei neitt óstinnt upp. Það sem aðrir rita er enginn heilagur sannleikur. Það er þér í einvald sett hvaða dóm þú  fellur á orð annarra.  Textahöfundar eru að segja þér eitthvað og þrátt fyrir að það sé ritað á blað er það ekki meitlað í stein.  Maður á ávallt að hafa hugrekki til þess að segja mönnum að éta skít ef þeir vaða tóma þvælu og þvi háfleygari sem menn gerast því  meira skítkast eiga þeir skilið. 

Afsakaðu það að sýnast reiður en áttaðu þig á einu: Allir spámenn heimsins eru ekkert merkilegri en ég og þú.  

Bjarki Þór Baldvinsson (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 05:42

7 identicon

Sannleikurinn er mjög einfaldur, það er enginn guð til og hefur aldrei verið til. Guðstrú hversskonar er byggð á fáfræði og engu öðru.

Og trúleysingar eru ekki reiðir eins og þú heldur fram hérna.

Ég mynda þetta svar. 

Umburðarlyndið og gleðin skín einmitt alveg í gegn :P  

. (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 00:02

8 Smámynd: Ingibjörg

það getur verið að sannleikurinn sé einfaldur já .En guð er til og mun alltaf vera til þó þú hafir ekki áttað þig á því ÉG VEIT HANN ER TIL ÞAÐ ER ENGIN FÁFRÆÐI Í ÞVÍ, En aftur á móti þá er það bara vegna þess að ég finn fyrir návist hans og hef fengið að upplifa margar sannanir að hann sé til .Annars myndi ég nú efast um að hann væri til ég viðurkenni það .ég gerði það hér áður fyrr

'eg var  ekki að segja að allir trúleysingjar væru reiðir bara þeir sem ég þekki afsakaðu ef þér fannst þessi færsla vera móðgun á einhvern hátt .Það var ekki ætlunin að móðga neinn .

Ingibjörg, 6.1.2008 kl. 09:12

9 Smámynd: Ingibjörg

jakob:ég er sammála þér með valdagræðgina tel það frekar vera ástæðuna :)eða eina af ástæðunum

bjarki:já ég geri mér grein fyrir því að ég á ekki að trúa öllu sem ég les og það geri ég ekki heldur. .

'Eg skil bjarki að þú ert að reyna koma mér í skilning um eða benda mér á að ég sé heimsk eða eitthvað álika .En annars  þá má þér finnast ég vera vitlaus heimsk bara hvað sem er, það skiptir mig engu máli hvað öðrum finnst.

Ég efast um þú hafir lesið holy vedas .Þannig það gæti verið ef þú myndir lesa hana að þú myndir skilja mig hvað ég á við með að ég trúi henni fullkomlega/sannleikur

Sumt finnur maður hið innra.

Og eitt þú segir spámenn heimsins eru ekkert merkilegri en ég .Var ég að gefa það í skyn ?

Ingibjörg, 6.1.2008 kl. 14:01

10 identicon

Kristni, þrátt fyrir að ljúga sig fulla, er ekki umburðarlynd frekar en önnur trúarbrögð.

Það gleymist einnig að kristni hefur verið troðið uppá þjóðfélög með ofbeldi og í margar aldir. Þetta var sérstaklega algeng aðferð í kringum árið 1000 þegar Evrópa og Norðurlöndin voru kristnuð af rómversku kaþólsku kirkjunni.

Sæll Jón,

Veit ekki hvernig kristni blandaðist í málið þar ég var aðeins að svara þeirri fullyrðingu þinni að allir sem trúi á Guð séu fávísir. En ég held að ég hafi svarað þessari fullyrðingu þinni, hér að ofan, í kommenti nr. 6.

Trúaðir menn skiptast í tvo flokka; menn sem reyna að þjóna trú sinni og aðrir sem vilja stjórna henni. Endilega gerðu greinamun á þessum tveimur hópum. 

. (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband