Framtíðin kemur aldrei .Hún er alltaf framtíðin !

'I telluride er einna fegurst útsýni í heiminum.Þarna var ég uppi á fjallstindi með útsýni yfir dal.Handan við dalinn sá  ég fjöllin í utah.Veðrið var alveg ótrúlega fallegt,heiðskírt og fagurt.Snjórinn var djúpur og mjukur.Sólin skein.Loftið var svalt og ferskt.Og þarna sem ég stóð og horfði á þetta ótrúlega útsýni,á einum af uppáhaldsstöðunum mínum,að gera eitt af því sem mér finnst skemmtilegast,þá rann það allt í einu upp fyrir mér:  Ég er ekki hamingjusamur.

'Eg stóð þarna andartak,horfði á fjallgarðinn og reyndi að skilja hvernig stæði á því að ég væri ekki hamingjusamur.'Eg botnaði ekkert í því.Hvernig gat það verið? Ég rifjaði upp allan daginn,sérstaklega þann tíma sem ég hafði verið á skíðum.Og þá rann upp fyrir mér ljós.Allan þenn an fallega dag hafði ég verið annars staðar í huganum. 'Eg var að hugsa um framavonir mínar,húsakaup,hvenær ég færi heim,hvort bílinn færi í gang fyrst ég væri búinn að vera í burtu í hálfan mánuð.'Eg var upptekinn af öllu sem ég ætlaði að gera og ekki af neinu sem ég var að gera.

'Eg spurði sjálfan mig hvort ég hefði notið eins einasta andartaks þennan dag.Svo reyndi ég að rifja upp hvenær ég hefði síðast notið líðandi stundar.'Eg varð að játa að það var talsvert langt síðan.Mér brá svo mikið að ég tók skíðin af mér og settist í snjóinn.'Eg hélt áfram að horfa á fjöllin í utah.Það tók mig svolitla stund en í fyrsta sinn þennan dag komst ég inn í andartakið sem var að líða.'Eg fór að njóta alls sem ég sá í kring um mig.Það var friðsælt.Það var dýrlegt.'Eg veit ekki hvað ég sat lengi í snjónum en tíminn skipti engu máli.Þetta var gleðistund.

Það var ekki fyrr en ég hafði upplifað það að lifa í núinu að ég fann til sannrar gleði.Hvernig gat ég verið svona viðutan áðan?

hugsaði ég.'Eg tók að velta því fyrir mér af hverju flestir einblína á fortíð eða framtíð,þegar þeir lífa öllu sínu lífi í nútíðinni.'Eg þurfti að spyrja sjálfan mig af hverju ég væri alltaf að hugsa um framtíðina.'I öllum tilvikum var svarið óánægja með eitthvað í nútíðinni.Sú óánægja olli því að ég var heltekinn af því að bæta framtíðina.'A vissan hátt má segja að ég hafði verið að fórna nútíðinni fyrir framtíðina,án þess að gera mér grein fyrir því að framtíðin kemur aldrei.Hún er alltaf framtíðin!

upp frá þessum degi ákvað ég að reyna að njóta eins margra líðandi stunda og ég gæti.skömmu síðar fór ég oft að upplifa líðandi andartak og sönn gleði kom í kjölfarið.þetta hefur breytt lífi mínu.

orð bob greenbob greene


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er mjög fallegt, og satt !

Blessi þig 

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 25.3.2008 kl. 13:48

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Þetta er svo satt

Sporðdrekinn, 28.3.2008 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband