23.10.2007 | 21:39
23 október
Ef kringumstæður þínar eru þannig að þú átt erfitt með að sætta þig við þær og hafa dálæti á þeim,hefur þú alltaf möguleika á að gera eitthvað í því ef þú vilt :farir þú inn í þögnina og leitir mín,mun ég varpa ljósi sannleikans á stöðuna.
'Eg mun sýna þér hvers vegna þú ert þar sem þú ert,hvers vegna þu ert að gera það sem þú ert að gera.Þú getur verið viss um að það er mjög góð ástæða fyrir því og þar er afar þýðingamikil lexia sem þú þarft að læra.
Þú þarft að vera í þessari stöðu þangað til þú breytir viðhorfi þínu og lærir að elska það sem þú ert að gera,með hverjum og hvar þú ert.
Þegar þú hefur lært þessar lexíur og elskar einlæglega það sem þú ert að gera,gerir það af allri alúð fyrir mig og vegna mín,þá muntu færast yfir í eitthvað annað.Fylgstu með hvernig kærleikurinn opnar allar dyr fyrir þig.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Kæra bloggvinkona, takk fyrir skrifin þín...
Innst í hjörtum allra það býr, kærleiksaflið, sem öllu snýr...
josira, 24.10.2007 kl. 09:22
það er frábært að heyra það (you go boy )takk fyrir það vona að þu eigir gott kvöld sömuleiðis
Ingibjörg, 26.10.2007 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.