viðtal við viking

Framtíðarlandið mitt: Víkingur Heiðar Ólafsson PDFPrentaRafpóstur
Skrifað af Viðari Þorsteinssyni   
12. Mar. 07
Víkingur Heiðar ÓlafssonVíkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari hlaut verðlaun sem flytjandi ársins á síðustu afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna. Hann stundar nú nám í píanóleik við hinn virta Juilliard tónlistarskóla í New York. Framtíðarlandinu lék hugur á að kynnast sýn þessa unga listamanns á Framtíðarlandið Ísland.

Nafn: Víkingur Heiðar Ólafsson

Fæðingarár: 1984

Framtíðarlandið mitt:
Í framtíðarlandinu óttumst við ekki þögnina heldur föðmum hana. Óþörf orð eru ósögð látin. Fyrsta mínúta hverrar klukkustundar er þagnarmínúta. Þá sameinast allir í líkamlegri slökun og innhverfri hugleiðslu í leit að kyrrð og jafnvægi og snúa til baka í endurnýjuðum tengslum við sinn innsta kjarna.
Við lifum í meðvitund um karma lögmálið – elskum hvort annað skilyrðislaust og álítum það mest okkar eigin gæfu að fá að hjálpa öðrum. Við höfum fyrir löngu misst áhugann á stanslausum samanburði við aðra því við höfum séð hundrað milljón dæmi um fullkomið vanhæfi efnishyggjunnar að skapa okkur þá vængi sem við öll þráum.
wowwww

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband